Dagur Jónsson fyrrverandi stjórnarmeðlimur VAFRÍ og vatns- og fráveitustjóri Hafnarfjarðarbæjar lést 9. febrúar 2017. Dagur var afkastamikill og leiðandi í vatns- og fráveitumálum á höfuðborgarsvæðinu um áraskeið. Hann lagði mikið til VAFRÍ og Samorku, sem stóð jafnframt að þinginu.
Markmiðið með málþinginu var að minnast framlags Dags til vatns- og fráveitumála, og kynna ný verkefni er viðkoma bættu skipulagi og reksturs vatnsveitna, sem var mikið áhugaefni Dags. Dagskrá málþings til heiðurs Degi
Glærur:
Sveinn Óli Pálmarsson: Afmörkun verndarsvæða við heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu
Páll Stefánsson: Umgengnisreglur og
heilbrigðissamþykktir vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins
María J Gunnarsdóttir: Betri vatnsveitur – heilnæmt neysluvatn
Mikið fjölmenni sótti þingið, fjölskylda, vinir, samstarfsmenn og áhugafólk um veitur.
VAFRÍ þakkar öllum fyrir einlægan og lærdómsríkan eftirmiðdag.