Þann 7. apríl 2025 komu um 25 manns í nýju fundaraðstöðuna Uppsprettu á annarri hæð í gömlu Straumskiptistöðinni í Elliðaárdal, Rafstöðvarvegi 14, til að taka þátt í fræðslufundi um samspil eldvirkni og vatnsbóla. Þá fylgdist annar eins fjöldi með á teams.
Kl. 08:45 Vafrís bauð gestum upp á morgunverð með rúnstykkjum, smoothie og ávöxtum
kl: 9:00 Sigrún Tómasdóttir ritari VAFRÍs og fundarstjóri setti fundinn
Síðan voru þrjú framsöguerindi:
- Ingibjörg Þórðardóttir hjá Veðurstofu Íslands ræddi mögulega áhrifaþætti frá eldgosum á vatnsból almennt. Glærur VÍ
- Valdís Guðmundsdóttir hjá HS Orku greindi frá vöktun fyrirtækisins af núverandi eldsumbrotum á neysluvatnsból. Glærur HSOrka
- Auður Agla Óladóttir hjá ÍSOR ræddi möguleika í stöðunni ef núverandi neysluvatnsból að Lágum spillist eða lendir undir hrauni. Glærur ÍSOR
Eftir erindin sköpuðust fjörugar samræður. Voru fundargestir mjög ánægðir með aðstöðuna, hafði enginn komið í straumskiptastöðina áður og var sérlega gott hljóð á teams. Orkuveitu Reykjavíkur er þakkað fyrir að bjóða okkur heim í þessa fínu aðstöðu.

