Málþing Vatns- og Fráveitufélags Íslands um líffræðilega hreinsun skólps á Íslandi, haldið í samvinnu við Háskóla Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur, Samorku og Umhverfisstofnun, var gífurlega vel sótt. Yfir 100 fagaðilar úr mismunandi geirum af öllu landinu tóku þátt í þinginu, sem var haldið í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls þann 8. nóvember 2012.
Dagskrá málþings um líffræðilega hreinsun skólps
Ráðstefnurit „Líffræðileg hreinsun skólps á Íslandi“
Glærur
Tryggvi Þórðarson, UST: Staða skólpmála á Íslandi
Hrund Andradóttir, HÍ: Fræðin og tæknin bak við líffræðilega hreinsun skólps
Guðmundur Baldursson: Skólphreinsistöðin í Hveragerði
Íris Þórarinsdóttir og Guðmundur Brynjólfsson, OR: Hreinsistodvar hring eftir hring í Borgarfirdi
Óskar Bjarnason: Bólholt stöðvar
Börkur Brynjarsson: Hreinsistöðvar að Borg og Flúðum
Ketill Hallgrímsson, Alcoa: Endalausar lotur
Guðmundur Pétursson: Tilbúið votlendi á Sólheimum
Aðdragandi málþingsins:
Reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp kveður á um að bæjarfélög, sem losi meira en 2.000 persónueiningar (p.e.) af lífrænu skólpi í viðkvæman viðtaka, hreinsi skólpið með tveggja þrepa meðferð þar sem seinna þrepið er líffræðileg hreinsun. Á síðasta áratug hafa nokkrar líffræðilegar hreinsistöðvar verið byggðar fyrir minni bæjarfélög inni í landi. Markmið málþingsins er fara yfir stöðu og stefnur í líffræðilegri hreinsun skólps á Íslandi (>50 p.e.) og draga lærdóm af þessum fyrstu rekstrarárum.