Aðalfundur VAFRÍ fór fram þriðjudaginn 7. maí kl. 11:30-13:30 í höfuðstöðvum Mannvits að Urðarhvarfi 6 Kópavogi. Auk hefðbundinna fundarstarfa voru áskoranir sem blasa við vatns- og fráveitum á tímum hnattrænnar hlýnunar ræddar og hvernig sjálfbærnishugsun er lausn við vandanum.
Mannvit fær þakkir fyrir frábærar móttökur og ljúffengan hádegisverð.
Dagskrá
11:30 Hádegisverður í boði Mannvits
12:00 Hefðbundin aðalfundarstörf
12:20 Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærni verkfræðingur hjá Mannviti
Sjálfbærar borgir og samfélög, hlutverk vatns- og fráveitna
12:40 Fjóla Jóhannesdóttir, fagstjóri fráveitu hjá Veitum
Áskoranir fráveitu vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum
13:00 María J. Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Vatnaverkfræðistofu Háskóla Íslands
Áhrif loftslagsbreytinga á vatnsveitur
13:20 Almennar umræður
13:30 Fundarlok
Fundarstjóri: Brynjólfur Björnsson, byggingarverkfræðingur hjá Mannviti