Vatns- og Fráveitufélag Íslands (VAFRÍ) heimsótti vatns- og fráveitumannvirki á Suðurlandi 25. september 2014.
Árni Svavarsson, stöðvarstjóri, sýndi lífræna skólphreinsistöð Hveragerðis. Birgir Þóðarson, fyrrv. heilbrigðisfulltrúi, greindi frá reynslu og eftirliti með stöðinni.
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri Árborgar greindi frá erfiðleikum við drykkjarvatnsöflun á Suðurlandi, vegna þess hve járnrík hraunlögin eru á svæðinu. Selfoss sækir sitt drykkjarvatn við rætur Ingólfsfjalls. Boraðar voru rannsóknarholur á ská til þess að finna sprungur sem leiddu vatn. Síðan voru boraðar drykkjarvatnsholur niður á 40-60 m dýpi.
Aðalútrás í Ölfusá var skoðuð, og í kjölfarið bauð veitusvið Árborgar í kaffi og þar á eftir var hlýtt á eftirfarandi fyrirlestra:
- Bárður Árnason, Eflu Suðurland: „Fyrirhugað nýtt hreinsivirki fyrir Selfoss“
- Sigrún Guðmundsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands: „Vatn og vatnsgæði á Suðurlandi“
- Sigrún Ólafsdóttir, Matvælastofnun: „Hlutverk MAST – gæði neysluvatns“
Léttar veitingar í boði Eflu Suðurland