Í tengslum við aðalfund VAFRÍS þann 30. maí 2025 var félagsmönnum boðið upp á heimsókn í verksmiðju Lýsis hf. að Fiskislóð.
Í upphafi héldu Eiríkur Kristinsson og Snorri Már Egilsson verksmiðjustjórar glærukynningu þar sem farið var yfir sögu Lýsis hf. og helstu þætti í starfseminni. Fram kom m.a. að verksmiðja Lýsis er ein sú stærsta og fullkomnasta í heiminum og búnaður hennar og tækni nýtir eingöngu græna orku í starfssemi sinni. Mikil áhersla er lögð á að nýta gæðakerfi til hins ýtrasta í rekstrinum og stöðugar umbætur hafa verið einkennismerki Lýsis frá upphafi.
Fjallað yfir með hvaða hætti hreinsun fráveituvatns frá verksmiðjunni er háttað og í skoðunarferð um verksmiðjuna var sérstök áhersla lögð á að kynna það ferli og þar með að fráveituvatni uppfyllti allar kröfur um hreinsun áður en það fer inn á fráveitukerfi Veitna.




