Vatnshreinsun

Það er alþjóðleg sérstaða að 95% Íslendinga neyti vatns án nokkurrar hreinsunar. Grunnvatnsbólin eru svo hrein að almennt er ekki talin ástæða að meðhöndla vatnið á nokkurn hátt. María Jóna Gunnarsdóttir, sérfræðingur við Vatnaverkfræðistofu, hefur birt fjölda greina um þetta efni, sjá t.d. hér.

Undantekning á því er til dæmis í Borgarfirði, en þar kom upp vandamál með grugg í vatnsbólinu sem þurfti að leysa. Þið getið fræðst um það í framsöguerindi frá Veitum ehf. aðalfundi VAFRÍ 2016: Guðmundur Brynjúlfsson.Grugg í Grábrók.2016

Um 5% af Íslendingum drekka svokallað yfirborðsvatn, sem er vatn sem rennur á yfirborði í lækjum eða ám. Undir flest öllum tilfellum er slíkt vatn sótthreinsað til þess að drepa örverur, sem kunnu að valda niðurgangi eða öðrum óæskilegum sjúkdómum. Mismunandi leiðir til sótthreinsunar eru:

  • Útfjólublátt ljós. Mest notað á Íslandi.
  • Óson.
  • Klórun. Síður notuð á Íslandi vegna braðgsins. Kostir klórunar fram yfir þrepin tvö að ofan er að hreinsun getur haldið áfram eftir að vatn yfirgefur sótthreinsistaðinn.
  • Jarðvegssíun. Vinsælt sem lokaþrep í skólphreinsistöð, en síður notað á Íslandi til þess að sótthreinsa neysluvatn.

Erlendis er vatn meðhöndlað mun meira, til þess að losna við lit sem kemur frá lífrænum efnum, og önnur óæskileg efni sem geta skert vatnsgæði.