Fyrri hluti: Staða skólphreinsunar á Íslandi, 24.02.2022 15-16:30
Staðfundur: Fyrirlestrarsal Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi
Fjarfundur: Félagar VAFRÍ hafa fengið boð með hlekk á teams
DAGSKRÁ
Fundarstjóri, Baldur Dýrfjörð, opnar fundinn og kynnir VAFRÍ.
15:05 Opnunarerindi – Hver er staðan og hvað er framundan? – Hlöðver Stefán Þorgeirsson, formaður Vatns- og fráveitufélagsins.
Vatns- og fráveitufélagið er mikilvægur vettvangur fyrir leika og lærða í fráveitumálum að koma saman og ræða stöðu og áskoranir málaflokksins. Málaflokkurinn á það til að virka flókinn og óárennilegur, sérstaklega fyrir þau sem ekki hafa helgað sig honum í störfum sínum. Markmið erindisins er að undirbyggja frekari umræðu á fundinum með umfjöllun um íslenska fráveituregluverkið og ólíkar kröfur til skólphreinsunar við ólíkar aðstæður hér á landi.
15:20 Staða fráveitumála á Íslandi – Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Umhverfisstofnun
Fjallað verður um stöðu fráveitumála á Íslandi, verkefni og áskoranir til framtíðar.
15:30 Fráveitumálin frá sjónarhóli ráðgjafans – Reynir Sævarsson, EFLU.
Fjallað verður stuttlega um hvernig fráveitumálin ganga, hvernig styrkjakerfið hefur áhrif og hve langt það dugi til að klára uppbyggingu fráveitna að mati höfundar. Einnig verður fjallað um mikilvægi þess að fá á hreint hluti varðandi nýtingu fitu og seyru frá hreinsun eftir að bann við urðun tekur gildi.
15:40 Implementation of the Urban Waste Water Treatment Directive (UWWTD) in Norway – Anna Sara Magnusson Senior advisor, Section of Marine management and Industries at Miljødirektoratet (in English)
A brief history of the development of waste water treatment in Norway. Implementation of the North Sea Agreement in the 1990s followed by the implementation of the Urban Waste Water Treatment Directive in the 2000s. Experiences with primary, secondary and tertiary treatment in Norway, and the work towards full implementation of the directive.
16:00 Pallborðsumræður
16:30 Fundarslit og kaffi
Seinni hluti: Framtíð skólphreinsunar á Íslandi, dags. kynnt síðar.