Þann 20. maí 2016 fóru um 10 meðlimir VAFRÍ í heimsókn til Vífilfells. Forstjóri fyrirtækisins, Carlos Cruz, tók á móti fundargestum. Síðan gaf gæða-, öryggis- og umhverfisstjóri fyrirtækisins, Sveinbjörn Jónsson, stutta tölu og að lokum kynnti Berglindi Rós Gunnarsdóttir, fráveitustefnu og hreinsivirki Vífilfells. Að kynningu lokinni var Hreinsa, eins og stöðin er kölluð, skoðuð með berum augum. Hér koma nokkrir minnispunktar úr heimsókninni.