Þann 13. október 2021 kl. 12-13 hélt VAFRÍ fræðslu- og umræðufund um áhrif þurrka sumarið 2021 á vatnsveitur með sérstakri áherslu á Austur- og Norðurland. Til máls tóku:
- Sigrún Tómasdóttir, sérfræðingur hjá Veitum: Inngangserindi
- Aðalsteinn Þórhallsson hjá HEF Veitum á Austurlandi: áhrif þurrka á Austurlandi nýliðið sumar og þróun þeirra auk viðbragða og ráðstafana bænda, búaliðs og sveitarfélagsins/veitunnar.
- Oddgeir Sigurjónsson hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra: áhrifum þurrkanna á Norðurlandi Eystra.
Eftir erindi fóru fram umræður sem komu inná, m.a., aðlögun vatnsveitna að loftslagsbreytingum, en aukin tíðni þurrkaskeiða kann að vera ein hugsanleg afleiðing þeirra. Nálgast má upptöku af fundinum hér.