Staða og framtíð

Staða fráveitna á Íslandi er óviðuandi og því var þetta viðfangsefni fræðslufunda VAFRÍ vorið 2022. Nálgast má upptökur af fundunum hér.

Í stöðuskýrslu umhverfisstofnunar fyrir árið 2018 (birt 2020) kemur m.a. fram:

  • Að lítið hefur breyst í stöðu fráveitumála hjá sveitarfélögum síðan 2010.
  • Að árið 2014 hlaut skólp frá 74% Íslendinga einhverskonar hreinsun (76% 2018) .
  • Þróunin frá 2010 til 2018 er afar hæg í átt að sveitarfélög uppfylli að fullu kröfur um hreinsun skólps skvt lögum og reglum landsins.
  • Skortur er á að fylgst sé með árangri skólphreinsunar með mælingum og ástandi viðtaka í samræmi við kröfur reglugerðar.
  • Kominn er tími á endurskoðun á skilgreiningum fyrir síður viðkvæma viðtaka.
  • Aukin áhersla er á endurnýtingu á seyru (50 % nýttur árið 2018).

Sömuleiðis, í ástandsskýrslum innviða Samtaka Iðnaðarins og Félags Ráðgjafaverkfræðinga kemur fram:

  • Ónóg fjárfesting í innviðum hér á landi hefur valdið því að ástand þeirra er víða óviðunandi og uppsöfnuð fjárfestingarþörf er talsverð.
  • Ástand innviða hefur ekki batnað frá því slíkt mat var síðast gert árið 2017.
  • Ástand einstakra þátta innviða er mismunandi:. Verst er ástand vegakerfis og fráveitna. Þessir innviðir fá ástandseinkunnina 2 sem merkir að innviðirnir eru í slæmu ásigkomulagi og starfsemi þeirra í hættu. Einkunnin segir að tafarlausra viðbragða sé þörf svo ekki dragi úr virkni þessara þátta innviða.