Í kjölfar aðafundar þann 19. maí 2022 í Öskju, Háskóla Íslands, var boðið upp á fræðslufund með því markmiði að deila helstu niðurstöðum sem varðar skipulag, hönnun og rekstur blágrænna ofanvatnslausna (BGO) í strandloftslagi.
Fundarstjóri: Baldur Dýrfjörð
14:30-15:40 Þrjú framsöguerindi, upptaka hér
- Hrund Ó. Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands: Sjálfbær borg í breytilegu sjávarloftslagi. Greint verður frá hvernig langvarandi rigning á snjó og frosna jörð veldur flestum vatnstengdum tjónum á höfuðborgarsvæðinu. Ræddar verða breytingar í vetrarstormum vegna loftslagsbreytinga og hvernig borgir eru að innleiða ríkari kröfur til þess að ofanvatn sé leyst innan lóðar.
- Eysteinn Haraldsson, bæjarverkfræðingur Garðabæjar: Uppbygging og rekstur samfélags með sjálfbærum ofanvatnslausnum. Eysteinn mun greina frá 15 ára reynslu af skipulagningu og byggingu hverfisins Urriðaholts með sjálfbærum ofanvatnslausnum. Hann munn greina frá rekstri á mismunandi árstíðum og þátttöku íbúa og skóla. Þá mun hann greina frá hvernig bæjarfélagið og þróunarfélagið Urriðaholt ehf. hafa styrkt uppbyggingu rannsóknainnviða sem jafnframt nýtast íbúum hverfisins.
- Tarek Zaqout, doktorsnemi í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, Skilvirk hönnun blágrænna ofanvatnslausna í köldu loftslagi. Tarek mun fjalla um niðurstöður rannsókna um virkni blágrænna ofanvatnslausna í Urriðaholti og þeim lærdómi sem draga má af þeim. Hann mun tala m.a. um ísigseinginleika íslensks eldfjallajarðvegs, mikilvægi gróðurþekju og hvernig megi draga úr hættu á frosinni jörð.
15:40-16:00 Umræður
16:00-17:00 Veitingar