Vatns- og fráveitufélag Íslands hélt málþing til að minnast Jónasar Elíassonar, fyrrum meðstjórnanda félagsins á árunum 2012-2014. Málþingið var haldið í samvinnu við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands þann 27. apríl 2023 á Litla Torgi, í Háskóla Íslands. Torgið var nánast fullskipað af samstarfsmönnum, áhugafólki um vatn, sérfræðingum frá ýmsum stofnunum, félagsmönnum og aðstandendum.
Dagskrá (upptaka):
(1) Júlíus Sólnes, prófessor emerítus við HÍ, sagði frá námsárum sínum með Jónasi á Akureyri og í verkfræði við Háskóla Íslands, ásamt rannsóknaverkefnum.
(2) Sveinn Óli Pálmarsson, framkvæmdastjóri Vatnaskila, sagði frá framlögum Jónasar á sviðum jarðhita, grunnvatns, aftakaregns, flóðahönnun og gosöskurannsókna.
(3) Andréa Massad, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, greindi frá nýjustu rannsóknum á sviði aftakaúrkomu á Íslandi.
(4) Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í stærðfræði við HÍ, greindi frá nýjum tölfræðilegum aðferðum við að bæta spár fyrir hámarksúrkomu í Bretlandi, og hvernig megi yfirfæra slíka aðferðafræði á Íslandi.
Hrund Ó. Andradóttir, fundarstjóri, lauk málþinginu að ræða um framtíðarrannsóknir og félagsstarf sem Jónas leiddi innan verkfræðideilda.
Vatns og fráveitufélagið þakkaði aðstandendum Jónasar með blómvendi, og verkfræði- og náttúruvísindasvið með gjöf.