Nýja Evróputilskipunin 2024

Þann 19. desember 2024 hélt félagið fræðslufund um nýju Evróputilskipunina í félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðarádal. Fundurinn var einstaklega vel sóttur, húsfyllir á staðnum og um 32 manns fylgdust með upp á teams. Boðið var upp á morgun kaffi og kakó og með því.

Framsöguerindi voru tvö:

Fyrst ryfjaði Hlöðver Stefán Þorgeirsson, verkfræðingur og formaður stjórnar Vatns- og fráveitufélagsins, upp stöðu fráveitumála á Íslandi í dag og dró upp mynd af þeim kröfum sem íslenskir þéttbýlisstaðir þyrftu að mæta ef ákvæði hinnar nýsamþykktu tilskipunar rata inn í íslenskt regluverk óbreytt. Glærur Hlöðvers

Þá kynnti Sigurbjörg Sæmundsdóttir fulltrúi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hjá sendinefnd Íslands gagnvart ESB EES samninginn og hlutverk hagsmunagæslu í Brussel varðandi nýja fráveitugerð, lögleiðingarferlið í ESB og hvernig unnið verður að upptöku gerðarinnar í EES-samninginn.