Seyrumeðhöndlun

Seyra er það efni sem fellur til úr fyrstu þrepum skólphreinsistöðva.  Þetta efni er með háu lífrænu innihaldi og ef meðhöndlað, þá er hægt að framleiða bæði metan og áburð úr því.  Slík meðhöndlun innifelur lífræna hreinsun við loftfirrtar aðstæður, þar sem örverur melta seyruna í lofttæmdu rými.  Þetta ferli er samsvarandi því sem gerist í okkar eigin maga þegar við meltum mat.  Metanið sem myndast við þetta loftfirrta niðurbrot er gastegund sem hægt er að nýta sem eldsneyti t.d. á bíla.

Burðarliðir í seyrumeðhöndlun eru:

  • Þykkjun seyru, til að draga úr vatnsinnihaldi
  • Blöndun, t.d. við lífrænar matarleyfar, olíur úr olíugildrum og/eða garðúrgang
  • Gerjun í lokuðum gerjunartanki þar sem loftfirrt lífrænt niðurbrot á sér stað fyrir tilstuðlan örvera
  • Þurrkun