Fráveitur taka við skólpi frá húsum og iðnaðarstarfsemi í þéttbýli og flytja það í næsta viðtaka, sem er annaðhvort yfirborðsvatn (ár, lækir, stöðuvötn) eða sjórinn. Hefðbundin fráveitukerfi eru neðanjarðar leiðslukerfi, eða nokkurs konar neðanjarðar ár sem fljóta undan eigin þyngd niður í lægsta punkt, sem á Íslandi er yfirleitt sjórinn.
Sameiginlegar lagnir í eldri hverfum
Í eldri hverfum eru sameiginlegar lagnir skólps, hitaveitu- og regnvatns. Þetta fyrirkomulag skapar tvö vandræði. Í fyrsta lagi, er tilhneyging til þess að flæði upp úr kerfinu í asa hláku eða rigningu. Þetta er heilsuvandamál því þá komast skólpgerlar á yfirborðið og mögulega í snertingu við fólk. Einnig geta slík flóð valdið miklu fjárhagslegu tjóni, þar sem skólp flæðir upp úr klósettum í kjöllurum. Í öðru lagi þá skapar mikið magn regnvatns aukið álag á skólphreinsistöðvar. Efnaeiginleikar skólps breytast með mikilli útþynningu, og virkni skólphreinsunar fellur. Í versta falli er ómeðhöndluðu skólpi veitt beint í viðtaka í gegnum yfirföll.
Lesa má um flóðhættu í kvosinni í reykjavík í Meistararitgerð Ástu Ósk Hlöðversdóttur.
Aðskildar lagnir í nýjum hverfum
Til þess að minnka álag á skólphreinsistöðvar og minnka líkur á flóðum eru regnlagnir aðskildar frá skólplögnum í nýrri hverfum. Regnvatninu má veita beint út í sjó, án hreinsunar. En ef regnvatni er veitt í viðkvæma viðtaka, til dæmis í fiskveiðiár og vötn, þá ber að hreinsa það. Síðastliðinn áratug hafa fjöldi setttjarna verið byggðar í Reykjavík til þess að varðveitagæði áa, eins og Ellíðaár og Úlfarsár, hvoru tveggja veiðiár. Settjarnir flokkast undir sjálfbærar ofanvatnslausnir, því þær meðhöndla vatn með náttúrulegum ferlum. Mikið til af mengun frá götum og húsum er bundið við agnir, sem botnfalla í settjörnunum. Íslenskar rannsóknir á virkni settjarna gefa til kynna að þær þjóni góðu hlutverki að draga úr mengunartoppum, sem eru verstir í snjóbráð á veturna. En vindur getur mögulega stuðlað að minni botnfellingu á minnstu ögnunum.