Málþing um sjálfbært vatnafar í byggð, öðru nafni “blágrænar lausnir”, var haldið í húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ þann 24. apríl 2012. Málþingið var haldið á vegum Garðabæjar, Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet í Þrándheimi (NTNU), Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Urriðaholts ehf. og Vatns- og fráveitufélags Íslands (VAFRÍ). Það var vel sótt en það sátu um 80 manns.
Allar upplýsingar um fyrirlestra, slóð á stutt myndband um sjálfbært vatnafar og annað efni málþingsins má nálgast á vef Urriðaholts.