VAFRÍ og Varma&Vélaverk buðu í vísindaferð til vatns- og fráveitu Akraness þann 3. október 2013 frá kl. 13.00 – 17.00
Vatnsveita Akraness er ein af fáum vatnsveitum á Suðvesturlandi sem nýtir yfirborðsvatn. Vatnsbólið er við Akrafjall og er vatnið síað og geislað áður en því er veitt til notenda í bænum. Í ferðinni gefst okkur tækifæri á að skoða bæði vatnsbólið og geislahúsið, heyra um sögu vatnsveitunnar og rekstur og fræðast um hreinsibúnaðinn.
Fráveitan á Akranesi er í uppbyggingu sem er ekki lokið. Búið er að reisa dælustöðvar og hreinsistöð í bænum og leggja mikla vinnu í að sameina lagnakerfið en lagning sjólagna frá stöðvunum og kaup hluta vélbúnaðar hefur verið frestað til 2015 – 2016. Hreinsistöðvarbyggingin er svo til tilbúin og hreinsieiningarnar eru komnar þar inn.
Fræðast má nánar um ferðina hér að neðan:
Minnisblað um Vísindaferð til Akraness2013
Auglýsing fyrir vísindaferð í vatnsveitu og fráveitu Akraness