Um félagið

Vatns- og fráveitufélag Íslands (VAFRÍ) var stofnað 17. apríl 2009.  Hlutverk félagsins eru:

  1. Að stuðla að öruggum vatnsveitum, bættum vatnsgæðum og vistvænum fráveitum.
  2. Að koma á bestu fáanlegri tækni við rekstur vatnsveitna og fráveitna.
  3. Að stuðla að gerð ásættanlegs hönnunargrundvallar fyrir fráveitur og vatnsveitur og almennt að fullkomna aðferðir við hönnun þessara mannvirkja.
  4. Að auka þekkingu félagsmanna á vatns- og fráveitumálum með markvissum samskiptum, reglulegum fræðslufundum og skoðunarferðum.
  5. Að miðla þekkingu um vatns- og fráveitumál til almennings.
  6. Að vera stjórnvöldum innan handar um setningu laga og reglugerða og samningu staðla er varða vatns- og fráveitukerfi.