Aðalfundur VAFRÍ var haldinn 30. apríl 2013 í VRII í Háskóla Íslands frá kl. 12-13:30. Alls sóttu 20 manns fundinn. Boðið var uppá samlokur og kaffi.
Fyrst hélt Sveinn Þórólfsson, prófessor við NTNU í Noregi, fyrirlesturinn „Hreint vatn fyrir heiminn“. Glærurnar má nálgast Kynning Sveins Þórólfssonar 30. apríl 2013.
Síðan kynnti Jónas Elíasson, prófessor emerítus í umhverfis- og byggingarverkfræði við HÍ, flóðahandbókina, sem hægt er að nálgast á vefsíðu VAFRÍ (undir útgáfa). Glærur Jónasar má nálgast Kynning Jónasar Elíassonar 30. apríl 2013.
Síðan fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn VAFRÍ var endurkjörin. Aldís Ingimarsdóttir, ritari félagsins, bauð ekki aftur kost á sér. Henni er innilega þakkað fyrir vel unnin störf sl. ár. Í stað hennar var Sigurbjörn Búi Sigurðsson, tæknistjóri vatnsveitu hjá Orkuveitu Reykjavíkur, kosinn í stjórn.
Fundarstjóri var Sigurður Magnús Garðarson, deildarforseti umhverfis- og byggingarverkfræðideildar HÍ.