Hádegisfyrirlestur um hvernig himnur geta nýst í vatns- og fráveitum fór fram í Öskju þriðjudaginn 13. nóvember 2018. Bing Wu, nýr lektor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands kynnti tæknina. Síðan fylgdu styttri erindi frá notendum tækninnar.
Dagskrá:
12:00-12:20 Samlokur og samræður fyrir utan sal
12:20-12:25 Setning fundar, Hrund Ó. Andradóttir formaður VAFRÍ
12:25-12:45 Bing Wu, lektor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands:
Membranes technology as a solution
12:45-12:55 Snorri Halldórsson, yfirmaður verkfræðisviðs Alvotech:
Alvotech and membrane technology
12:55-13:05 Reynir Sævarsson, fagstjóri vatns- og fráveitna hjá Eflu verkfræðistofu: „Byggist framtíð annars stigs skólp hreinsunar á Íslandi á eðlisfræðilegum lausnum?“
13:05-13:20 Almennar umræður