Brunavatn 2022

Fræðslufundur um brunavatn og hönnun vatnsveitna með tilliti til slökkvistarfa var haldin í húsakynnum EFLU, Lynghálsi, í aðdraganda jóla miðvikudaginn 14. desember 2022 frá kl. 14:30 til 16:00.

Dagskrá og aðgengi að glærum:

Baldur Dýrfjörð, ritari VAFRÍS og lögfræðingur Samorku stýrði svo fundinum, en byrjaði á að gefa stutt erindi um lagaumhverfi brunavatns. Upptaka hér

Hörður Hafliði Tryggvason, fagstjóri vatnsveitu hjá Norðurorku á Akureyri, ræddi um hönnun vatnsveitu með tilliti til þarfar fyrir brunavatn

Aldís Rún Lárusdóttir, sviðstjóri forvarnarsviðs, og Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðarsviðs, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins ræddu áskoranir við slökkvistarf og mikilvægi góðs aðgengis að brunavatni

Þorsteinn Baldvin Ragnarssonar, verkefnisstjóri hjá HEF – veitum Múlaþings, og Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Austurlands ræddu um lærdóm eftir stórbruna í iðnaðarhverfi á Egilsstöðum.

Pallborð: Reynir Sævarsson umhverfissverkfræðingur hjá Eflu stýrði pallborði með þátttöku fyrirlesara.

Í kjölfar fundur fengu fundargestir heimalagaðs hátíðarkakós í boði EFLU, ásamt smákökum og mandarínum.