Vatnsauðlindin er einhver mikilvægasta auðlind jarðar. Við þurfum vatn til þess að lifa. Jafnframt nýtum við vatn til matargerðar, þrifa, matvæla- og iðnaðarframleiðslu. Vatnsból geta horfið vegna ofnýtingar eða breytinga í lofstlagi. Vatnsból geta einnig skemmst ef mengun vegna t.d umferðar, byggðar, iðnaðarstarfsemi berst út í vatnsbólin.
Þema á degi vatnsins 2014 var vatn og orka. Lesa má nánar um það í framsöguerindi á aðalfundi VAFRÍ: Sveinn Þórólfsson.Vatn og orka.2014
Mikilvægt er að vernda vatnsauðlindina til þess að tryggja áframhaldandi uppbyggingu þjóðfélaga. Það er gert með því að skilgreina vatnsverndarsvæði, þeas. afgirt svæði sem halda almenningi frá og koma þannig í veg fyrir mengun vatnsbóla sem nýtt eru til drykkjar. Myndir að neðan eru frá vatnsverndarsvæði Reykjavíkurbúa í Heiðmörk. En eitt stærsta skref í vatns- og heilsuvernd er bygging vatns- og fráveitna, sem verður fjallað nánar um á næstu síðum.