Vatns- og fráveitufélag Íslands í samvinnu við Samorku hélt hálfsdags málþing Öryggi neysluvatn hjá minni vatnsveitum 13. maí 2016 þar sem rædd var staða mála og mögulegar úrbætur frá ýmsum sjónarhornum. Um 50 manns sóttu þingið. Hér að neðan má nálgast skriflegt efni frá þinginu, ásamt ítarefni sem framsöguerindi byggðu á. Vakin er athygli á því að málefni minni vatnsveitna verða líka til umræðu á norrænu vatnsveituráðstefnunni haldin af Samorku í Hörpu 28-30 september 2016, sjá nánar á vefsíðu NDWC.
Loka dagskrá málþings VAFRÍ um minni vatnsveitur
Framsöguerindi í PDF:
- María Jóna Gunnarsdóttir – Staða minni vatnsveitna á Íslandi
- Hjörleifur Finnson – Innviðir ferðamála – Neysluvatn
- Ása Atladóttir – Vatnsbornir faraldar sýkinga
- Sigríður Hjaltadóttir – Frágangur og úttektir á minni vatnsveitum
- Eggert Ólafsson – Lagarammi og nauðsynlegar endurbætur
- Árni Árnason – Tæknilausnir og rekstur minni vatnsveitna
Áhugaverðar nýjar rannsóknir og skýrslur um málefni málþingsins:
- Gæði neysluvatns í ferðaþjónustu á Íslandi
- Gæði neysluvatns á Íslandi 2002-2012
- Framework for action for the management of small water supplies (ESB, 2014)
- Breyting á tilskipun 98/83/EB 2015/1787 hvað varðar eftirlit með vatnsveitum
- Innra eftirlit með minni vatnsveitum (leiðbeiningar Samorku)
- Fræðslubæklingur Umhverfisstofnunar um litlar vatnsveitur